Á dögunum setti Intenta nýja útgáfu af gagnvirkri greiningarskýrslu með niðurstöðum úr húsnæðiskönnun sem gerð var um land allt.
Skýrslan, sem smíðuð er af ráðgjöfum Intenta í viðskiptagreindarhugbúnaðinum Power BI, er aðgengileg öllum á opnu vefbirtingasvæði Intenta https://fasteignir.data.is. Í skýrslunni má finna upplýsingar um núverandi búsetufyrirkomulag og væntingar fólks varðandi húsnæðiskaup í náinni framtíð og býður upp á mikla greiningarmöguleika eins og að skoða niðurstöður eftir aldri, tekjum, búsetu og fleiri lýðfræðiþáttum.
Skýrslan er unnin fyrir ráðgjafafyrirtækið Arcur sem stóð fyrir könnuninni fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Commenti