Það var vel mætt á kynningarfund um Planning Analytics áætlunarkefið frá IBM í Kaldalóni í Hörpu. Um 100 gestir mættu til að hlýða á fimm erindi frá góðum gestum. Á fundinum kynnti IBM nýjungar í Planning Analytics og Business Analytics ásamt því að veita innsýn inn í Cognos Analytics og Content Hub. Við fengum viðskiptavini til að kynna sínar útfærslur og reynslu af kerfinu. Fjársýslan sagði okkur frá því hvernig ríkið gerir þetta í AKRA, áætlanakerfi ríkisaðila. Icelandair gaf okkur innsýn í áætlanir og uppgjör samstæðunnar og Hafrannsóknastofnun fór yfir stafrænt verklag og sjálfvirkni við verkáætlanir og uppgjör.
Hér má sjá ljósmyndir sem voru teknar á fundinum.
Comments