holmfridur_anna_olafsdottir_1.jpg

Hólmfríður Anna Martel Ólafsdóttir

Hólmfríður hefur sérhæft sig í tölfræðilegri greiningu á gögnum fyrirtækja og stofnana með það að markmiði að skapa lausnir og innsæi sem nýtist í rekstri þeirra. Hún vann hjá Capacent frá 2015 til 2020 en starfaði áður hjá markaðsrannsókna- og ráðgjafafyrirtækjum í London í rúman áratug. Þar vann hún að margvíslegum verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir í ýmsum geirum bæði á Bretlandsmarkaði og víðar um heim.

indridi_freyr_indridason_litur.jpg

Indriði Freyr Indriðason

Indriði Freyr Indriðason er sérfræðingur á sviði reksturs og stjórnunar. Hann hefur stjórnað umbótaverkefnum sem varða rekstur, fjármál og stefnumótun um árabil auk þess sem hann hefur víðtæka þekkingu á upplýsingatækni og stafrænum umskiptum. Hann hefur mikla reynslu úr fjármálageiranum eftir störf hjá Korta, Kviku banka, Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka.

Hallbjörn.png

Hallbjörn Ægir Björnsson

Hallbjörn hefur unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði áætlanagerðar, uppgjörsmála, ferlagreiningar, vörustjórnunar, virðisstjórnunar og almennrar rekstrarráðgjafar. Hann hefur stýrt uppsetningum á lausnum frá Cognos (IBM) á sviði áætlanagerðar og samstæðuuppgjöra fyrir Actavis, Össur, Icelandic Group, Marel, Landsbankann o.fl.

Hallbjörn hefur unnið að þróun og uppsetningu á ýmsum sérlausnum í Excel, Access og fleiri tólum. Má þar nefna áætlanalíkön í Excel sem notuð eru af fjölda fyrirtækja og sveitarfélaga og uppgjörslíkön í Excel fyrir sveitarfélög.

ingvi_thor_ellidason_1.jpg

Ingvi Þór Elliðason

Ingvi er framkvæmdastjóri Intenta og ráðgjafi. Hann hefur mikla reynslu af ráðgjöf á ýmsum sviðum og hefur sinnt ráðgjöf og stýrt verkefnum á sviði rekstrar, stjórnunar og fjármála fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann varð partner hjá KPMG árið 1999 og síðar hjá KPMG Ráðgjöf og var framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Capacent frá janúar 2007 og forstjóri Capacent frá nóvember 2008 til apríl 2014.

margret_svavarsdottir_litur.jpg

Margrét Björk Svavarsdóttir

Margrét er sérfræðingur í fjármálum opinberra aðila, viðskiptagreind og heilbrigðisrekstri. Hún er með 15 ára reynslu af greiningum og áætlanagerð fyrir rekstur og starfsemi hins opinbera og starfaði m.a. í 2 ár við gerð fjármálaáætlunar ríkisins til fimm ára hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Áður starfaði hún hjá velferðarráðuneytinu og hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við vinnslu tölfræðiupplýsinga, kostnaðar- og útgjaldagreiningar, ásamt verkefnastjórnun tengt heilbrigðiskerfinu.

bjarki_elias_kristjansson_1.jpg

Bjarki Elías Kristjánsson

Bjarki Elías Kristjánsson er tækniþróunarstjóri Intenta (CTO) ásamt því að vera ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar og rekstrarráðgjafar. Sérsvið Bjarka er upplýsingartækni og þróun nýrra lausna. Hann starfaði hjá Capacent í rúman áratug en áður við hugbúnaðarþróun í 12 ár. Bjarki er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og UCC Írlandi ásamt því að hafa MBA gráðu frá Copenhagen Business School.

haflidi_saevarsson_1.jpg

Hafliði Sævarsson

Hafliði er ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar og áætlanagerðar. Hann hefur mikla reynslu af stjórnun og innleiðingu verkefna á sviði áætlanagerðar og viðskiptagreindar. Hafliði var ráðgjafi hjá Capacent frá 1997 til 2020. 

sigurdur_hjalti_kristjansson_1.jpg

Sigurður Hjalti Kristjánsson

Sigurður Hjalti Kristjánsson er ráðgjafi á sviði rekstrar og stjórnunar. Sérsvið Sigurðar eru rekstur, stafræn umskipti og upplýsingatækni auk breytinga- og verkefnastjórnunar. Sigurður Hjalti býr yfir 15 ára reynslu af ráðgjöf og verkefnastjórnun fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Hann hefur mikla reynslu af því að leiða breytingaverkefni sem snerta marga ólíkra hagsmunaaðila. Auk þess býr hann yfir 3 ára stjórnunarreynslu úr fjármálageiranum.  Sigurður Hjalti er verkfræðingur B.Sc. frá HÍ og MBA frá HR og með B-vottun í verkefnastjórnun frá IPMA.

filippus_darri_bjorgvinsson_litur.jpg

Filippus Darri Björgvinsson

Filippus vinnur að þróun BI Manager hjá Intenta. Hann er tölvunarfræðingur frá HR og tekur rúm 150 kg. í bekkpressu :-)

orn_passamynd.jpg

Örn Arnar Sólmundsson

Örn vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Intenta. Sérsvið hans er upplýsingartækni, þróun nýrra lausna og verkefnastjórnun.

Örn hefur viðamikla reynslu af hönnun og þróun upplýsingakerfa og hefur einnig verið Scrum Master í mörgum Agile hugbúnaðarteymum. Hann hefur yfir 20 ára reynslu hjá fjölbreyttum fyrirtækjum (Valitor, Betware, Síminn, Korta og Capacent)

Hann er með B. Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er Certified Scrum Master.

kt: 650520-1220

Hlíðarsmári 12
2. hæð.

  • Facebook
  • LinkedIn