top of page

Hvað er BI-Manager?

BI-Manager er öflug veflausn frá Intenta sem auðveldar innleiðingu á Power BI og birtingu á upplýsingum og viðskiptagreind til starfsmanna, viðskiptavina eða almennings

Helstu kostir

BI-Manager býður upp á miðlun á skýrslum og mælaborðum með myndrænum og einföldum hætti í gegnum öfluga aðgangsstýringu og notendavænt umsýsluviðmót

BI-Manager einfaldar og styður við framsetningu á Microsoft Power-BI og nýtir til þess ýmsar Azure skýjaþjónustur.

Lausnin hjúpar leyfismál er tengjast Power BI ásamt því að draga úr takmörkunum og flækjustigi við innleiðingu á Power BI. Að auki verða framsetningarmöguleikar fleiri og viðmótið einfaldara og sveigjanlegra.  

  1. Notendaumsýsla, öryggi stýrt niður á hlutverk notenda og auðkenning aðgengileg í gegnum vefviðmót, app eða API.
     

  2. Skoða, rýna og breyta Power BI efnistökum. 
     

  3. Samþætt framsetning á Power BI skýrslum, myndritum eða mælaborðum í gegnum vefviðmót, app eða önnur forrit. 

Einfaldleiki

Notendaviðmót er skýrt, leiðandi og býður uppá öfluga virkni.

Auðkenning

Sveigjanleg auðkenning, hægt að nota Azure AD, LDAP, Social logins, User/Pass o.fl. kosti. Hægt er að nota fleiri en einn kost hverju sinni. 

Aðgangsstýring

Hægt að aðgangsstýra niður á hlutverk, skýrslur eða afmörkuð gögn í skýrslum (RLS).

Leyfismál

BI-Manager er SAAS lausn sem getur sparað kostnað við hugbúnaðarleyfi.

Upplýsingagjöf til almennings

Einfalt að deila upplýsingum til almennings, án takmarkana.

Notkunar-möguleikar

Opin mælaborð og skýrslur
  • Opið bókhald

  • Mælaborð fyrir almenning
     

Miðlun á upplýsingum milli innri og ytri hagaðila
  • Staða verkefna

  • Lykilmælikvarðar settir fram fyrir sameiginleg verkefni

  • Viðmót fyrir viðskiptavini

  • Mínar pantanir

  • Viðskiptasaga
     

Upplýsingagjöf innan fyrirtækis / stofnunar (t.d á innraneti) ​
  • Skýrslur og yfirsýn fyrir stjórnendur

  • Rekstrarrýni

  • Lykilmælikvarðar fyrir framlínustarfsmenn 

  • Þjónustumælikvarðar
     

Stafræn framsetning gagna
  • Niðurstöður kannana 

  • Jafnlaunagreining

bottom of page