top of page

Um Intenta

Intenta er ráðgjafarfyrirtæki skipað reyndu teymi ráðgjafa. ​Alls vinna um 8 ráðgjafar hjá Intenta en þar að auki á Intenta í góðu samstarfi við aðra reynda ráðgjafa sem koma að verkefnum eftir þörfum.
 
Eigendur Intenta ehf. eru Hafliði Sævarsson, Hallbjörn Ægir Björnsson, Indriði Freyr Indriðason, Ingvi Þór Elliðason og Sigurður Hjalti Kristjánsson og starfa allir sem ráðgjafar hjá félaginu.


Ráðgjafar

Arna Ómarsdóttir

Arna Ómarsdóttir

Arna sinnir ráðgjöf á sviði rekstrarumbóta. Hún hefur sérhæft sig í gæða- og öryggismálum og lagt áherslu á að einfalda ferli, auka yfirsýn og nýta gögn til að styðja við kjarnastarfsemi fyrirtækja og stofnana. Hún er með BA í Miðlun- og almannatengslum og Master í viðskiptafræði og vann áður sem öryggis- og gæðastjóri hjá Flugfélagi Íslands og síðast hjá Landhelgisgæslu Íslands. Arna hefur mikla reynslu af innleiðingu á kerfislegum lausnum í gæða- öryggis- og skjalastjórnun, framkvæmd innri og ytri úttekta ásamt skjölun og skipulagi. Senda póst.

arna
Arngrímur Þórhallsson

Arngrímur Þórhallsson

Arngrímur er ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar og gagnamála, með mikla reynslu í smíði gagnalíkana m.a í Planning Analytics. Hann er með B.Sc. í Iðnaðarverkfræði og B.Sc. í Sálfræði frá HÍ og vann áður hjá Icelandair hótelum sem sérfræðingur í upplýsingatækni og verkefnastjórnun. Senda póst.

Arngrímur
Hafliði
Hafliði Sævarsson

Hafliði Sævarsson

Hafliði er ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar og áætlanagerðar. Hann hefur mikla reynslu af stjórnun og innleiðingu verkefna á sviði áætlanagerðar og viðskiptagreindar með áherslu á Planning Analytics. Hafliði var ráðgjafi hjá Capacent frá 1997 til 2020.  Senda póst.

Hallbjörn Ægir Björnsson

Hallbjörn Ægir Björnsson

Hallbjörn hefur unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði áætlanagerðar, uppgjörsmála, ferlagreiningar, vörustjórnunar, virðisstjórnunar og almennrar rekstrarráðgjafar. Hann hefur stýrt uppsetningum á lausnum frá Cognos (IBM) á sviði áætlanagerðar og samstæðuuppgjöra fyrir Actavis, Össur, Icelandic Group, Marel, Landsbankann o.fl.

Hallbjörn hefur unnið að þróun og uppsetningu á ýmsum sérlausnum í Planning Analytics, Excel, Access og fleiri tólum. Má þar nefna áætlanalíkön í Excel sem notuð eru af fjölda fyrirtækja og sveitarfélaga og uppgjörslíkön í Excel fyrir sveitarfélög. Senda póst.

Hallbjörn
hólmfríður
Hólmfríður Anna Martel Ólafsdóttir

Hólmfríður Anna Martel Ólafsdóttir

Hólmfríður hefur sérhæft sig í tölfræðilegri greiningu á gögnum fyrirtækja og stofnana með það að markmiði að skapa lausnir og innsæi sem nýtist í rekstri þeirra. Hún vann hjá Capacent frá 2015 til 2020 en starfaði áður hjá markaðsrannsókna- og ráðgjafafyrirtækjum í London í rúman áratug. Þar vann hún að margvíslegum verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir í ýmsum geirum bæði á Bretlandsmarkaði og víðar um heim. Senda póst.

Indriði Freyr Indriðason

Indriði Freyr Indriðason

Indriði Freyr er sérfræðingur á sviði reksturs og stjórnunar. Hann hefur stjórnað umbótaverkefnum sem varða rekstur, fjármál og stefnumótun um árabil auk þess sem hann hefur víðtæka þekkingu á upplýsingatækni og stafrænum umskiptum. Hann hefur mikla reynslu úr fjármálageiranum eftir störf hjá Korta, Kviku banka, Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. Senda póst.

Indriði
Ingvi Þór Elliðason

Ingvi Þór Elliðason

Ingvi er framkvæmdastjóri Intenta og ráðgjafi. Hann hefur mikla reynslu af ráðgjöf á ýmsum sviðum og hefur sinnt ráðgjöf og stýrt verkefnum á sviði rekstrar, stjórnunar og fjármála fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann varð partner hjá KPMG árið 1999 og síðar hjá KPMG Ráðgjöf og var framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Capacent frá janúar 2007 og forstjóri Capacent frá nóvember 2008 til apríl 2014. Ingvi hefur frá árinu 2014 einbeitt sér að ráðgjafarverkefnum fyrir viðskiptavini með sérstaka áherslu á sérlausnir í Planning Analytics. Senda póst.

ingvi
Sigurður Hjalti Kristjánsson

Sigurður Hjalti Kristjánsson

Sigurður er ráðgjafi í stefnumótun, breytingum og stafrænni þróun hjá Intenta. Hann býr yfir 20+ ára reynslu af ráðgjöf og stjórnun fyrir mörg að stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Hann hefur mikla reynslu af því að leiða breytingar þar sem margir hagaðilar koma að verkefnum. Hann hefur tímabundið stýrt einni af stærstu upplýsingatæknideildum landsins og býr yfir 3 ára stjórnunarreynslu úr fjármálageiranum. Sigurður er véla- og iðnaðarverkfræðingur CSc, MBA og IPMA-B vottaður verkefnastjóri.​ Senda póst.

Sigurdur
bottom of page