top of page

Verkefni fyrir viðskiptavini

Verkefnin sem við sinnum eru af ýmsum toga og samband okkar við viðskiptavini nær gjarnan yfir langan tíma. Við höfum ekki leyfi til að segja frá öllum okkar verkefnum en hér eru nokkur dæmi um verkefni sem við höfum sinnt á undanförnum árum.

Fjarsyslan logo gray.png

Fjársýsla ríkisins
Áætlanakerfi fyrir öll ráðuneyti og ríkisstofnanir (AKRA)

Intenta hefur aðstoðað Fjársýsluna við útfærslu og innleiðingu á IBM Planning Analytics áætlanakerfi. Kerfið er notað fyrir allar ríkisstofnanir, m.a. til að áætla tekjur, laun og annan rekstrarkostnað, fjárfestingar, jöfnuð gagnvart fjárheimildum og fleira.

Fjársýslan
Reykjavík Lógó

Reykjavíkurborg
Stafræn stefna Reykjavíkurborgar

Intenta vann stöðumat fyrir Reykjavíkurborg haustið 2022 um hvar borgin er stödd í stafrænni umbreytingu og hverju er mikilvægt að stefnumótun svari. Stöðumatið var unnið til að draga saman haldgott inntak í mótun stafrænnar stefnu sem hófst í kjölfarið. Hér er slóð á stöðumatið.

Reykjavíkurborg
Controlant

Controlant
Hugbúnaðarlausnir vegna dreifingar á bóluefni gegn Covid-19

Við unnum með fyrirtækinu Controlant við útfærslu og smíði á hugbúnaðarlausnum og viðskiptagreind vegna alþjóðlegrar dreifingar lyfjafyrirtækisins Pfizer á bóluefni gegn Covid-19. Í þessu verkefni nýtum við BI-Manager skýjalausn okkar í bland við sumt af því nýjasta sem Azure skýjaþjónusta Microsoft býður upp á. 

Vorið 2021 keypti Controlant BI-Manager veflausnina frá Intenta og tók yfir áframhaldandi þróun á BI-Manager en Intenta mun áfram bjóða lausnina til viðskiptavina gegnum skýjaþjónustu Intenta samkvæmt samkomulagi.

Controlant
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Upplýsingatækni og stafræn stefnumótun stofnana ríkisins

Við útfærðum fyrir Fjármála- og efnahagsráðuneytið aðferðafræði fyrir úttekt á stöðu upplýsingatæknimála og stafræna stefnumótun stofnana ríkisins og unnum slíka úttekt fyrir Sjúkratryggingar Íslands. Birt var skýrsla með úttekt á stafrænum umskiptum opinberra aðila sem við unnum fyrir ráðuneytið. Hér er slóð á skýrsluna.

Fjármálaráðuneytið
HS Orka
HS Orka logo

HS Orka
Þróun á stjórnkerfi

Intenta mótaði breytingar á HS Orku í ferladrifið fyrirtæki með því að þróa stjórnkerfi fyrirtækisins, ferlin í starfseminni, færni starfsfólks og stuðning upplýsingakerfa. Breytingarnar hafa stutt markvissa uppbyggingu á ferladrifnu, öruggu og framfarasinnuðu fyrirtæki. 

Landspítali

Landspítalinn
Planning Analytics við fjárhagsuppgjör og rekstraráætlanir

Intenta hefur unnið með Landspítalanum að útfærslu og innleiðingu á lausnum í IBM Planning Analytics sem styðja við tíð og ítarleg uppgjör, áætlanir og frávikagreiningu í rekstri spítalans. 

Landspítalinn
Reykjavík Lógó

Reykjavíkurborg
Breytingastjórnun við innleiðingu á stafrænu fræðslukerfi

Intenta veitti ráðgjöf í breytingastjórnun og stefnumótun vegna stafrænna umskipta á fræðslu fyrir starfsfólk þessa stærsta vinnustaðar landsins. Markviss ráðgjöf og aðstoð Intenta hefur stutt stjórnendum og verkefnisteymi borgarinnar við að undirbúa og framkvæma þetta stóra framfaraskref. Sjá nánar hér.

Reykjavíkurborg fræðslukerfi
Icelandair logo

Icelandair Group
Áætlanir og viðskiptagreind

Ráðgjafar Intenta hafa á undanförnum árum aðstoðað Icelandair Group og dótturfélög við að hagnýta öfluga eiginleika IBM Planning Analytics til að styðja við markvissar ákvarðanir í flóknum rekstri. Má þar nefna reglulegar og ítarlegar áætlanir um tekjur, rekstrarkostnað og afkomu. Icelandair notar jafnframt IBM Cognos Analytics fyrir viðskiptagreind og skýrslugerð til stjórnenda félagsins.

Icelandair
Össur
Össur

Össur
Uppgjörskerfi og skýrslugerð

Við höfum aðstoðað Össur í tengslum við samstæðuuppgjör til margra ára. Össur notar IBM Cognos Controller og TM1 fyrir samstæðuuppgjör og skýrslukerfi frá InsightSoftware (CDM) fyrir reglulega skýrslugerð og skil til eftirlitsaðila.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands
Rekstraráætlanir og viðskiptagreind

Háskólinn hefur um árabil notað IBM Planning Analytics og IBM Cognos Analytics við gerð áætlana um rekstur Háskólans og við greiningu á rekstri. Intenta hefur aðstoðað Háskólann við þá vegferð.

Háskólinn
Veritas

Veritas
Þjónustustefna og innleiðing

Intenta mótaði þjónustustefnu með Veritas og fylgdi eftir innleiðingu sem snertir stafræna umbreytingu, þjónustumenningu og fleiri þætti í starfseminni. Stefnan og eftirfylgnin hefur skilað betri upplifun viðskiptavina allra fyrirtækja Veritas sem sinna mikilvægri þjónustu við heilbrigðisgeirann á Íslandi. 

Veritas
RL lógó

Reiknistofa lífeyrissjóða
Stuðningur við umbreytingu og nýtt hlutverk

Intenta aðstoðaði og veitti ráðgjöf við endurskipulagningu á innra starfi og kortlagningu á innviðakerfi í eigu félagsins. Vinnan fólst meðal annars í aðstoð við að taka við rekstri hugbúnaðarkerfis frá þriðja aðila, stuðningi við endurskipulagningu innra starfs, breytingastjórnun, áætlanagerð og faglegum stuðningi við stjórnendur, stjórn og eigendur. Einnig var veitt aðstoð við almenna uppbyggingu félagsins á umbreytingatímum.

Reiknistofa lífeyrissóða
Reykjavík Lógó

Reykjavíkurborg
Verkefnastofnstjóri við innleiðingu á nýju upplýsingastjórnunarkerfi 

Intenta veitti ráðgjöf við innleiðingu á nýju upplýsingastjórnunarkerfi hjá borginni. Innleiðingin fól í sér nokkra verkefnastofna sem höfðu það að marki að auka samvinnu og skilvirkni við móttöku og afgreiðslu erinda, draga úr notkun pappírs, stytta boðleiðir, bæta aðgengi að gögnum og efla þannig þjónustu við borgarbúa. Sjá nánar hér, ásamt kynningum á verkefninu fyrir stafrænt ráð borgarinnar hér.

Reykjavíkurborg verkefnastofnstjóri
Hafró
Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun
Verkáætlanir

Hafrannsóknastofnun notar lausn sem var útfærð í IBM Planning Analytics til að áætla vinnutíma, nýtingu á innviðum, tekjur og kostnað vegna verkefna stofnunarinnar.  Gerðar eru rúllandi áætlanir, uppgjör og frávikagreining verkefna og sviða sem og greining á stöðugildum og launakostnaði starfsmanna.

Síldarvinnslan
Síldarvinnslan

Síldarvinnslan
Launagreiningar vegna jafnlaunavottunar

Við höfum veitt Síldarvinnslunni aðstoð við launagreiningar í tengslum við upphafsvottun og árlegar viðhaldsvottanir. Ráðgjöfin hefur m.a. falið í sér tölfræðilegar launagreiningar og skoðun á tengslum starfsmats og launa. Niðurstöður eru settar fram í gagnvirkri jafnlaunagreiningarskýrslu í Power BI sem auðvelt er að uppfæra og inniheldur allt sem þarf fyrir úttektir og skil til vottunaraðila. Hægt er að sjá almennt sýnishorn af jafnlaunagreiningu Intenta með því að smella hér.

bottom of page