
Ráðgjöf og lausnir
Intenta er ráðgjafarfyrirtæki sem byggir á fjölbreyttri reynslu og þekkingu starfsfólks. Við veitum viðskiptavinum víðtæka rekstrar-, fjármála- og tækniráðgjöf, allt frá greiningu á rekstri til smíði og innleiðingar á sértækari lausnum.

Stefnumótun og breytingar
Við leiðum viðskiptavini gegnum stefnumótun og stafræna framþróun – allt frá upplifun viðskiptavina og viðskiptalíkani til endurhönnunar á skipulagi, ferlum og tæknilausnum til að hrinda stefnu í framkvæmd. Við störfum náið með viðskiptavinum og styðjum innleiðingu stefnu og breytinga, oft sem verkefnisstjórar framfaraverkefna.

Fjármálastjórn og rekstur
Við höfum mikla reynslu af útfærslu og innleiðingu lausna fyrir áætlanagerð, uppgjör og skýrsluskil og smíðum rekstrar- og ákvarðanalíkön fyrir fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Margir okkar viðskiptavina nota Planning Analytics with Watson áætlanakerfið frá IBM til að efla fjármálastjórn og rekstur. Nánari upplýsingar hér ...
Intenta er sölu- og þjónustuaðili fyrir hugbúnaðarlausnir frá IBM og InsightSoftware fyrir smíði reiknilíkana, áætlanagerð, fjárhagsuppgjör og skýrslugerð.


Viðskiptagreind
Við innleiðum viðskiptagreind og gagnvirk mælaborð og veitum þannig stjórnendum, sérfræðingum og almenningi nauðsynlega yfirsýn og innsæi.
Microsoft Power BI er mest notaða viðskiptagreindartól í heiminum í dag og við notum Azure, skýjaþjónustu Microsoft, fyrir ýmsar lausnir tengdar gagnamálum og viðskiptagreind.
BI-Manager er öflug veflausn sem auðveldar innleiðingu á Power BI og birtingu upplýsinga fyrir margs konar notendahópa og notkunartilvik. Nánari upplýsingar hér ...

Stjórnkerfi og árangur
Við útfærum stjórnkerfi fyrir ferladrifin fyrirtæki og stofnanir og styðjum stjórnendur gegnum innleiðingu þannig að stjórnkerfið virki, uppfylli væntingar og kröfur og leiði til stöðugra og árangursríkra framfara. Við greinum og endurhönnum ferli í starfsemi viðskiptavina, oft í tengslum við stafræna framþróun. Við aðstoðum viðskiptavini við að byggja upp menningu samvinnu og stöðugra framfara.
Stjórnkerfin sem við útfærum hafa mismunandi afmörkun og tilgang, allt frá því að ná til allrar starfsemi og stjórnarhátta viðskiptavina til afmarkaðri gæðakerfa eða stjórnkerfa fyrir upplýsingaöryggi og samfelldan UT-rekstur.