top of page

Reiknilíkön, áætlanir og uppgjör

Við höfum mikla reynslu af útfærslu og innleiðingu lausna fyrir áætlanagerð, fjárhagsuppgjör og skýrsluskil og smíðum rekstrar- og ákvarðanalíkön fyrir fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Margir okkar viðskiptavina nota áætlanakerfið Planning Analytics with Watson frá IBM til að efla fjármálastjórn og rekstur.

IBM_Partner_Plus_silver_partner_mark_pos_silver_RGB.png

Viltu betri stjórn á rekstrinum?

Er hugmyndin að auka tekjur og arðsemi eða draga úr kostnaði og fjárbindingu?  Ertu að taka upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir um rekstur og fjárfestingar? 

 

Við höfum tekist á við margvísleg verkefni. Þau eru mismunandi en snúast oft um að ná betri stjórn og yfirsýn í rekstri, um öflugri greiningu gagna og að spá fyrir um framtíðar þróun. 

Hér eru nokkur dæmi um viðfangsefni sem Planning Analytics nýtist við:

  • Rekstrar- og sjóðstreymisáætlanir

  • Rúllandi áætlanir og frávikagreining

  • Tölfræðileg spálíkön og bestun

  • Fjárhagsuppgjör og afkomugreining

  • Starfsmanna- og launaáætlanir

  • Söluáætlanir og stjórnun veltufjármuna

  • Gjaldskrár- og reiknilíkön fyrir útdeilingu kostnaðar

  • Fjárfestingaáætlanir

Viltu fá að sjá og vita meira um Intenta og Planning Analytics?  Hafðu samband við okkur og við finnum tíma fyrir samtal og kynningu.

Kynningarmyndband um Planning Analytics og Intenta (2 mínútur)

Eru Excel líkönin til vandræða?

Við þekkjum vel kosti þess og galla að nota Excel líkön fyrir hin ýmsu viðfangsefni. Stundum eru þau viðeigandi en oft ekki. Hver kannast ekki við flókin, munaðarlaus og villugjörn Excel skjöl? 

 

Hér eru nokkur dæmi um aðstæður sem krefjast öflugari verkfæra eins og Planning Analytics:

  • Ef margir nota sama reiknilíkanið og aðgangsstýring og öryggi gagna eru mikilvæg?

  • Ef notendaviðmót þarf að vera einfalt, öruggt og sveigjanlegt.

  • Ef viðfangsefnið kallar á margar, stórar og/eða dínamískar víddir í gagnateningum.

  • Ef leysa þarf flókin og umfangsmikil verkefni á einfaldan hátt.​

Við elskum Excel og kunnum öll trixin í bókinni varðandi smíði Excel líkana. En í heimi þar sem gögn verða æ verðmætari og umfangsmeiri þarf öflugri verkfæri. Þar höfum við valið að vinna með Planning Analytics with Watson frá IBM og þannig náð góðum árangri með okkar viðskiptavinum. 

Hallbjörn Björnsson fjallar um og sýnir PAX (Planning Analytics for Excel)
Ingvi Þór Elliðason fjallar um Planning Analytics og bestun á vaktaskipulagi

Viltu vita meira?

Þekking er grundvöllur góðra ákvarðana. Ef þú vilt vita meira um okkur hjá Intenta eða um mögulegar lausnir í Planning Analytics er best að heyra beint í okkur. Við erum alltaf til í að ræða málin.

Hafðu samband

Takk fyrir skilaboðin

Bestun á vaktaskipulagi
bottom of page