Controlant hefur keypt veflausnina BI Manager frá Intenta. Controlant tekur yfir þróun á BI Manager en Intenta mun áfram bjóða lausnina til viðskiptavina gegnum skýjaþjónustu Intenta, data.is, samkvæmt samkomulagi.
“Þróun BI Manager heldur áfram fyrir kröfuharða notendur hjá Controlant samhliða því að við nýtum lausnina fyrir viðskiptavini í skýjaþjónustu Intenta. Með þessum samningum minnkum við áherslu á eigin hugbúnaðarþróun og getum einbeitt okkur enn frekar að árangri viðskiptavina, sem er okkar hlutverk.”
Hér er frétt viðskiptablaðsins um þessi viðskipti.
Comments